fbpx

Allt sem þarf…​

Quera er hönnuð til gera fyrirlögn og úrvinnlsu mælitækja og matslitsa sem auðveldasta
​ … bæði fyrir þig og skjólstæðinga þína ​

Tilbúin til notkunar – algeng mælitæki​

Í Quera eru þegar til staðar fjöldi óhöfundavarinna spurningalista á nokkrum tungumálum, þ.m.t. Íslensku. Þar á meðal eru vinsælir sjálfsmatskvarðar sem mikið eru notaðir af fagaðilum, eins og t.d. ACEs, ADHD Rating Scale, ASSQ, DASS, GAD-7 og PHQ-9. Öll þessi mælitæki eru þér aðgengleg til fyrirlagnar strax og þú byrjar að nota Quera.​

Sjálvirkar niðurstöður​

Quera reiknar sjálfvirkt heildarskor svaraðra spurningalista. Einnig er hægt að skipta spurningunum í undirflokka til útreiknings sértækari undirskora​.

Skipulag og yfirsýn​

Quera aðstoðar þig við að skipuleggja fyrirlagnir og að hafa yfirlit yfir skjólstæðinga þína, eins og nöfn, kennitölur, símanúmer og póstföng, hvernig þeim gengur að svara, hvað þú átt mörg próf útistandandi eða óyfirfarin, auk allra fyrri prófa og niðurstaðna​.

Þinn eigin ritstjóri

Ef mælitækið eða matslistinn sem þú vilt nota er ekki þegar til staðar í Quera þá getur þú einfaldlega, á aðeins nokkrum mínútum, fært hann inn í mjög notendavænu viðmóti.

 

 

Texti

Textasniðið leyfir þér að skirfa frjálsan texta í málsgreinum með fyrirsögnum, feitletrun og skáletrun. Nýtist vel til að skrifa inngang eða leiðbeiningar fyrir flóknar spurningar.​

Fjölvalsspurningar

Fjölvalsspurningaviðmótið gerir þér auðvelt að búa til hóp spurninga eins og þú vilt að þær séu án þess að þurfa að endurskilgreina formið fyrir hverja spurningu​.

Textasvör

Textabox gera mögulegar spurningar sem svarast með opnum svartexta (e. open-ended answeres).​

Tölugildisspurningar

Með tölugildisspurningum getur þú hannað spurningar sem leyfa svaranda einungis að færa inn tölugildi sem svör.​

Skalaspurningar

Skalaspurningar eru full aðlaganlegar tölugildispurningar þar sem svarað er á línulegum skala með fyrirfram skilgreindum tölugildabilum.​

Bókanir

  • Þægilegt og einfalt viðmót til bókunar fyrirlagna, eins prófs eða fleiri​.
  • Þægilegt og einfalt viðmót til bókunar fyrirlagna, eins prófs eða fleiri​
  • Skjólstæðingur svarar þegar honum hentar í tæki að eigin vali​.
  • Einnig hægt að láta svara strax á staðnum eða leggja prófið fyrir munnlega þegar þess er krafist​
  • Skilgreindu þann tímaglugga sem spurninglistarnir eru opnir til svörunar​.
  • Fylgstu með í rauntíma hver svarstaða skjólstæðinga þinna er á einstökum spurningalistum​.

Svargátt

  • Sértileinkuð örugg Quera vefgátt​.
  • Dulkóðun allra samskipta, óauðkennanleg og órekjanleg​
  • Auðkenning með rafrænum skilríkum í síma (sömu og f. bankana).​
API

API

Quera er útbúið öflugu og vel skjalfestu forritunarviðmóti (API). Forritunarviðmótið gera auðvelt fyrir að tengja Quera við annan hugbúnað eins og til dæmis sjúkraskrárkerfi. Forritunar viðmótið er með oAuth2 auðkenningu gerir auðvelt fyrir að stofna og vinna með skjólstæðinga, þátttakendur og spurningalista og sækja niðurstöður.

Svarenda gáttin okkar er líka búin öflugu forritunarviðmóti sem gerir öðrum hugbúnaði á borð við sjúkraskrárkerfi auðvelt fyrir að leggja fyrir spurningalista beint án þess að þurfa að fara í gegnum Quera viðmótið og halda utan um skjólstæðinga þar.

TOP